MicroFIBERgut

MicroFIBERgut: Áhrif trefjaefnisins kítósans á þarmaflóru og þyngdarstjórnun
Ábyrgðarmaður Dr. Marta Guðjónsdóttir lífeðlisfræðingur og rannsóknastjóri

Offita er meðal alvarlegustu heilsufarsvanda nútímans þar sem m.a. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar eru algengir fylgiskvillar. Ávinningur meðferðar við offitu er því augljós. Kítosantrefjar unnar úr rækjuskel binda fitu í meltingarvegi og minnka upptöku hennar. Vísbendingar eru fyrir því að kítósan hafi jákvæð áhrif á meltingu og þarmaflóru. Markmið MicroFIBERgut er að fá betri skilning á því hvort og hvernig kítósan hefur áhrif á meltingu, þyngd og heilsufar einstaklinga. Rannsökuð verða áhrif mismunandi meðferða (lífsstílsbreytinga eða óbreyttur lífstíll með og án inntöku á kítósani) á ýmsar heilsufarstengdar breytur á tvö mismunandi þýði, annars vegar sjúklinga í meðferð á offitu- eða gigtarsvið Reykjalundar og hins vegar heilbrigðan samanburðarhóp. Áhersla verður lögð á greiningu þarmaflóru þar sem fjöldi rannsókna hafa sýnt að örverur hafa áhrif á heilsu og þróun sjúkdóma. Með heildrænni og nýrri nálgun mun verkefnið auka þekkingu til þróunar á nýjum vörum og þjónustu til heilsubótar.