Laus störf

Aðstoðardeildarstjóri Miðgarðsteymis Reykjalundar

Laus er til umsóknar 100% staða aðstoðardeildstjóra í Miðgarðsteymi. Staðan er laus og því er það samkomulag hvenær viðkomandi hefur störf. Miðgarðsteymi  er 14 rúma legudeild þar sem sjúklingar fá þverfaglega umönnun, þjálfun og stuðning.  Unnið er á þrískiptum vöktum og einstaka helgar.

Á Reykjalundi starfar hópur framúrskarandi hjúkrunarfræðingar í átta þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, heilsuþjálfar, talmeinafræðingar, sjúkraliðar og læknar. Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug.

Hæfnikröfur:

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi gefið út af embætti landlæknis.
  • Önnur menntun sem nýst getur í starfi er kostur.
  • Þekking af endurhæfingarhjúkrun er kostur.
  • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og samstarfi.
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.

Laun byggja á kjarasamningi  Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga  og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu auk stofnanasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um starfið veita Helga Pálmadóttir sviðsstjóri hjúkrunar í síma 585-2105 og helgap@reykjalundur.is  og Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 585-2143 og gudbjorg@reykjalundur.is 

Umsóknarfrestur er til 16. mars 2024.

Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á heimasíðunni  www.reykjalundur.is

Sækja um starf hér

 


Fjármálastjóri

Reykjalundur leitar að fjármálastjóra í nýtt starf í kjölfar breytinga á skipuriti. Fjármálastjóri þarf að hafa brennandi áhuga á að leiða daglega umsýslu fjármála, áætlanagerð og greiningar.

Fjármálastjóri heyrir beint undir forstjóra og stýrir stoðþjónustudeild fjármála og greininga. Hann ber ábyrgð á markvissri upplýsingagjöf til forstjóra, stjórnenda og hagsmunaaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á og umsjón með daglegum fjárreiðum, bókhaldi, uppgjörum, innheimtu og greiðslum.
  • Ábyrgð á fjármálagreiningum og áætlanagerð.
  • Ábyrgð á undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni rekstrar- og fjárhagsáætlana í samstarfi við forstjóra og stjórnendur.
  • Reynsla af innleiðingu nýrra lausna og færni til að tileinka sér stafrænar lausnir.
  • Upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðsla til stjórnenda um fjármálastjórnun, áætlanagerð og greiningar gagna.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði fjármála, viðskiptafræði eða tengdum fögum sem nýtist í starfi.
  • Umfangsmikil reynsla og þekking á fjármálum og rekstri fyrirtækja.
  • Reynsla af áætlanagerð og fjárhagslegum greiningum er skilyrði.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Jákvætt viðmót og lausnarmiðuð nálgun.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og leiðtogahæfni.
  • Frumkvæði, metnaður og öguð vinnubrögð.
  • Hreint sakarvottorð er skilyrði.
  • Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt  kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað.

    Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 18. mars 2024.

    Upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri – gudbjorg@reykjalundur.is – sími 585 2143 og Pétur Magnússon forstjóri – petur@reykjalundur.is – sími 585 2140.

    Sækja um starf hér

     


    Umsjón fasteigna

    Reykjalundur leitar að öflugum aðila í stöðu umsjónar fasteigna. Um er að ræða 100% starf.

    Helstu verkefni og ábyrgð:

    • Umsjón með húsnæði og lóð
    • Verkstýra viðhaldi, endurbótum og öðrum framkvæmdum tengdum húsnæði, lóð.
    • Ganga inn í smærri verk eftir þörfum.
    • Sinna samskiptum og samningum við verktaka vegna viðhaldsverkefna.
    • Umsjón með öryggismálum, eftirliti með húsakosti og þrifaþjónustu.
    • Aðstoða við undirbúning og uppsetningu á aðstöðu tengt daglegum störfum og viðburðum.
    • Móttaka aðfanga og umsýsla þeim tengdum, s.s. húsbúnaðar, tækja og gashylkja.
    • Aðstoða og leiðbeina starfsfólki varðandi húsnæði og aðbúnað.

    Menntunar og hæfniskröfur:

    • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
    • Framúrskarandi samskiptahæfni.
    • Jákvætt viðhorf og lausnarmiðuð nálgun.
    • Frumkvæði, metnaður og öguð vinnubrögð.
    • Tölugleggni og nákvæmni.
    • Hreint sakarvottorð er skilyrði.

    Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt  kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað.

    Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 20. mars 2024.

    Upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri – gudbjorg@reykjalundur.is – sími 585 2143 og Pétur Magnússon forstjóri – petur@reykjalundur.is – sími 585 2140.

    Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur  mannauðsstjóra Reykjalundar - gudbjorg@reykjalundur.is

    Sækja um starf hér