Laus störf

Sérfræðilæknir óskast á Reykjalund endurhæfingarmiðstöð
Staða sérfræðilæknis á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð er laus til umsóknar.

Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins sem veitir árlega um1.200 einstaklingum endurhæfingu. Unnið er í þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Teymin starfa á sviði hjarta, lungna, taugakerfis, gigtar, verkja, geðheilsu, offitu og starfsendurhæfingar. Reykjalundur er ennfremur kennslustofnun sem sinnir kennslu og þjálfun háskólanema í heilbrigðis- og félagsvísindum.

Um er að ræða fullt starf. Í því felast fjölbreytt verkefni á göngudeild, dagdeildum og sólarhringsdeild, ásamt gæsluvöktum. Óskað er eftir einstaklingi með góða samskiptafærni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Gerð er krafa um íslenskt lækningaleyfi og sérfræðiréttindi í endurhæfingarlækningum eða annarri sérgrein sem nýtist vel endurhæfingarstarfi Reykjalundar.

Laun byggja á kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra auk samkomulags milli Reykjalundar og starfandi lækna á Reykjalundi.

Upplýsingar um starfið veitir Stefán Yngvason, starfandi framkvæmdastjóri lækninga, í síma 8245523 eða póstfang: stefan[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2020.

Sækja um starf hér

Aðstoð í eldhúsi

Við leitum að samviskusömum og jákvæðum starfsmanni í eldhús.

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið starf sem fyrst.

Unnið er á tvískiptum vöktum, aðra hvora viku:

  • mán. – fim. kl. 07:00-15:00
  • mán. – fim. kl. 11:00-19:00
  • alla föstudaga kl. 07:00-14:00

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Eflingar og fjármálaráðherra, auk stofnanasamnings Eflingar og Reykjalundar.

Umsóknarfrestur er til 26. janúar 2020.

Upplýsingar um starfið gefa Gunnar Jónsson, yfirmatreiðslumeistari í síma 585 2014 og Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 585 2143 eða í gegnum netfangið gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Sækja um starf hér