Laus störf

Iðjuþjálfi

Um er að ræða tvær verkefnastjórastöður og er starfshlutfall samkomulag. Stöðurnar eru lausar nú þegar.

  • Verkefnastjóri á verkjasviði
  • Verkefnastjóri á tauga- og hæfingarsviði

Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri  teymisvinnu þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Krafist er frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum, skipulagshæfileika og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum.

Hæfnikröfur: Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenndum af Heimssamtökum iðjuþjálfa (WFOT) og með íslenskt starfsleyfi og löggildingu.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Iðjuþjálfafélags Íslands og Reykjalundar.

Upplýsingar um störfin veita Bára Sigurðardóttir forstöðuiðjuþjálfi í síma 585-2153/585-2048, netfang;  baras[hjá]reykjalundur.is  og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143, netfang; gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2019.


Sækja um starf hér