Laus störf

Framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar

Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra þjálfunar og ráðgjafar á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð ehf. Um er að ræða 100% stöðu.

Framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar er ný staða í skipuriti Reykjalundar og heyrir undir forstjóra. Framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar situr í framkvæmdastjórn. Hann ber ábyrgð á starfsemi þjálfunar- og ráðgjafastétta sem starfa þvert á þau tvö meðferðarsvið sem meðferðarteymin skiptast niður á. Hann skipuleggur og samhæfir faglegt meðferðarstarf, tryggir mönnun sinna faghópa í teymin og tryggir framgang markmiða, stefnu og sýn Reykjalundar.

Hæfni- og menntunarkröfur

  • Íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda. Leitast verður við að ráða einstakling sem býr yfir menntun á sviði sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar, félagsráðgjafar, sálfræði, talmeinafræði, næringarfræði eða íþróttafræði.
  • Þekking á rekstri heilbrigðisstofnana
  • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
  • Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla
  • Þekking og reynsla af mannauðsmálum
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og metnaður í starfi

Umsóknarfrestur er til 26. júlí 2020.

Upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri – gudbjorg[hjá]reykjalundur.is og Pétur Magnússon forstjóri – petur[hjá]reykjalundur.is

Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur mannauðsstjóra Reykjalundar - gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Sækja um starf hér