Laus störf

Sjúkraþjálfari

Laus er til umsóknar 100% staða sjúkraþjálfara á verkjasviði Reykjalundar. Um tímabunda ráðningu er að ræða. Staðan veitist frá 1. febrúar 2020 til eins árs.

Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Krafist er frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum, skipulagshæfileika og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum.

Hæfnikröfur:

  • Íslenskt starfsleyfi.
  • Góð og almenn færni í mannlegum samskiptum og samvinnu.
  • Æskileg er reynsla af teymisstarfi og meðferð einstaklinga með langvinna verki.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags sjúkraþjálfara og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Félags sjúkraþjálfara og Reykjalundar.

Upplýsingar um starfið veitir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðusjúkraþjálfari í síma 585 2160 eða í gegnum netfangið asdiskri[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585 2143 eða í gegnum netfangið gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2019.

Sækja um starf hér


Þroskaþjálfi – sjúkraliði – félagsliði

Laus er til umsóknar 80-100% staða við umönnun á Hlein. Við leitum að aðila sem lokið hefur þroskaþjálfa-, sjúkraliða- eða félagsliðanámi.

Hlein er heimili sjö fatlaðra einstaklinga sem hafa fatlast af völdum sjúkdóma eða slysa. Hlein er rekið af Reykjalundi og þar er unnið á þrískiptum vöktum.

Ef þú býrð yfir notalegri nærveru og ríkri þjónustulund, getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði, eigum við samleið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi þess stéttarfélags sem viðkomandi fagmenntun heyrir undir og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings stéttarfélags og Reykjalundar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dís Níelsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 585-2091 eða í gegnum netfangi dis[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143 eða í gegnum netfangið gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2019.


Sækja um starf hér


Hjúkrunarstjóri á taugasvið

Laus er til umsóknar 100% staða hjúkrunarstjóra á taugasviði frá og með 1. janúar 2020 eða eftir nánara samkomulagi. Á Reykjalundi fer fram endurhæfing og er unnið í þverfaglegri teymisvinnu þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn.

Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi og þarf viðkomandi að búa yfir þekkingu á taugasjúkdómum og meðferð þeirra ásamt góðri samskipta-og samvinnuhæfni, frumkvæði, skipulagshæfni og getu til að vinna sjálfstætt. Kostur er að viðkomandi hafi lokið sérnámi í endurhæfingu.

Laun byggja á kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga  og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar.

Upplýsingar um starfið gefa Hafdís Gunnbjörnsdóttir, hjúkrunarstjóri taugasviðs í síma 585-2107 hafdisg[hjá]reykjalundur.is og  Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 585-2143 gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 4. desember 2019.


Sækja um starf hér


Hjúkrunarfræðingur á hjartasviði

Laus er til umsóknar 60% staða hjúkrunarfræðings á hjartasviði. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs og veitist staðan frá 1. desember 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi og þarf viðkomandi að búa yfir þekkingu á hjartasjúkdómum og meðferð þeirra ásamt ríkri hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðis í starfi.

Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri teymisvinnu þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn.

Laun byggja á kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar.

Upplýsingar um starfið veita Þórunn Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri í síma 585-2000, netfang; thorunng[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143, netfang; gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2019.


Sækja um starf hér