Laus störf

Yfirlæknir á verkjasviði

Laus er til umsóknar staða yfirlæknis á verkjasviði Reykjalundar. Starfshlutfall og upphafsdagur starfs er samkomulag.

Á Reykjalundi starfa ellefu læknar auk tveggja sérnámslækna í átta þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk lækna, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, talmeinafræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, heilsuþjálfar, næringarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug.

Hæfnikröfur:

  • Gerð er krafa um íslenskt lækningaleyfi.
  • Umsækjendur skulu hafa sérfræðiréttindi í sérgreinum lækninga sem nýtast í  meðferð einstaklinga með langvinna verki. 
  • Sérhæfðar verkjalækningar sem viðbótarsérgrein  er kostur.
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af endurhæfingu einstaklinga með langvinnan verkjavanda. 
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun byggja á kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra auk samkomulags milli Reykjalundar og starfandi lækna á Reykjalundi.

Upplýsingar um starfið veita Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga í síma 585-2000 stefan[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 585-2143 gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 21. mai 2023.

Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur mannauðsstjóra Reykjalundar – gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Sækja um starf hér


Yfirlæknir á gigtarsviði

Laus er til umsóknar staða yfirlæknis á gigtarsviði Reykjalundar. Starfshlutfall og upphafsdagur starfs er samkomulag.

Á Reykjalundi starfa ellefu læknar auk tveggja sérnámslækna í átta þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk lækna, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, talmeinafræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, heilsuþjálfar, næringarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug.

Hæfnikröfur:

  • Gerð er krafa um íslenskt lækningaleyfi.
  • Umsækjendur skulu hafa sérfræðiréttindi í endurhæfingarlækningum, gigtarlækningum eða heimilislækningum.
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af endurhæfingu einstaklinga með gigtarsjúkdóma.
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun byggja á kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra auk samkomulags milli Reykjalundar og starfandi lækna á Reykjalundi.

Upplýsingar um starfið veita Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga í síma 585-2000 stefan[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 585-2143 gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 21. mai 2023.

Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur mannauðsstjóra Reykjalundar – gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Sækja um starf hér


Félagsráðgjafi

Laus er til umsóknar 80 - 100% ótímabundin staða félagsráðgjafa á Reykjalundi endurhæfingu ehf. Við leitum að jákvæðum og lausnarmiðuðum einstaklingi sem viðbót í öflugan hóp félagsrágjafa sem þegar starfar hjá stofnuninni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á Reykjalundi starfa fimm félagsráðgjafar í átta þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk félagsráðgjafa, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, heilsuþjálfar, talmeinafræðingar, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug. Með styttingu vinnuvikunnar er 100% staða 36 klst. í vinnu á viku.

Hæfnikröfur:

  • Íslenskt starfsleyfi gefið út af embætti landlæknis
  • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og samstarfi
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi  Félagsráðgjafafélags Íslands og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands og Reykjalundar.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um starfið veita:

Nadía Borisdóttir, forstöðufélagsráðgjafi  nadiab[hjá]reykjalundur.is  S: 585-2124 og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri gudbjorg[hjá]reykjalundur.is  S: 585-2143 / 896 3131

Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2023.

Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur  mannauðsstjóra Reykjalundar - gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Sækja um starf hér


Starfsmaður í matsal - mötuneyti

Við leitum að samviskusömum og jákvæðum starfsmanni sem viðbót í öflugan hóp starfsmanna í mötuneyti Reykjalundar.

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið starf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um dagvinnustarf er að ræða og hefst vinnudagurinn kl. 07:00 alla virka daga. Unnið er til kl. 15:00 á mánudögum en til kl. 14:00 aðra daga vikunnar. Lokað er á rauðum dögum en að jafnaði þarf að vinna eina helgi í mánuði. Helgarvinnan er fjórar klst. hvorn dag. Full dagvinnuskil eru 36 klst. fyrir hverja viku.

Á Reykjalundi stendur starfsmönnum til boða að nýta fullbúna heilsurækt og sundlaug, sér að kostnaðarlausu.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, auk stofnanasamnings Eflingar og Reykjalundar.

Umsóknarfrestur er til 21. maí 2023

Upplýsingar um starfið veita Gunnar Jónsson, yfirmatreiðslumeistari í síma 585 2014 og Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 585 2143 eða í gegnum netfangið gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Sækja um starf hér


Hjúkrunarfræðingur á meðferðarsvið 1 eða 2

Laus er til umsóknar 80 - 100% staða hjúkrunarfræðings á meðferðarsvið 1 eða 2 á Reykjalundi. Staðan er laus strax eða eftir nánara samkomulagi.

Á Reykjalundi starfar hópur framúrskarandi hjúkrunarfræðingar í átta þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, heilsuþjálfar, talmeinafræðingar, sjúkraliðar og læknar. Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug. Með styttingu vinnuvikunnar er 100% staða 36 klst. í vinnu á viku.

Hæfnikröfur:

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi gefið út af embætti landlæknis
  • Þekking af endurhæfingarhjúkrun er kostur
  • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og samstarfi
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

Laun byggja á kjarasamningi  Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga  og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu auk stofnanasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um starfið veita Ólöf Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 585-2129 olofa[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 585-2143 gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 24. maí 2023

Sækja um starf hér