Laus störf

Forstöðufélagsráðgjafi

Laus er til umsóknar 100% ótímabundin staða forstöðufélagsráðgjafa á Reykjalundi endurhæfingu ehf. Við leitum að leiðtoga sem stýrir faglegu starfi félagsráðgjafa við stofnunina og viðheldur samstarfi við háskólasamfélagið og aðrar tengslastofnanir. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Á Reykjalundi starfa fimm félagsráðgjafar í átta þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk félagsráðgjafa, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, heilsuþjálfar, talmeinafræðingar, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug. Með styttingu vinnuvikunnar er 100% staða 36 klst. í vinnu á viku.

Hæfnikröfur:

 • Íslenskt starfsleyfi gefið út af embætti landlæknis
 • Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og samstarfi
 • Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla
 • Þekking og reynsla af endurhæfingu
 • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands og Reykjalundar.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um starfið veita:

Óskar Jón Helgason, framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar oskarh[hjá]reykjalundur.is S: 585-2034 / 897 9271

Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri gudbjorg[hjá]reykjalundur.is S: 585-2143 / 896 3131

Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023.

Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur mannauðsstjóra Reykjalundar - gudbjorg[hjá]reykjalundur.is


Sækja um starf hér


Sálfræðingur

Laus er til umsóknar 80-100% ótímabundið starf sálfræðings á Reykjalundi endurhæfingu ehf. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf 1. júní n.k. eða eftir nánara samkomulagi en ekki seinna en 8. ágúst.

Á Reykjalundi starfa níu sálfræðingar í átta þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk sálfræðinga, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, heilsuþjálfarar, talmeinafræðingar, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug. Með styttingu vinnuvikunnar er 100% staða 36 klst. í vinnu á viku.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Sálfræðiþjónusta fyrir einstaklinga 18 ára og eldri
 • Greining, mat og meðferð á sálrænum vanda og geðröskunum
 • Gagnreynd sálfræðimeðferð og ráðgjöf
 • Einstaklings- og hópmeðferð
 • Námskeiðahald og fræðsla
 • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnis- og menntunarkröfur

 • Leyfi frá embætti landlæknis til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku
 • Reynsla af sálfræðilegri greiningu og meðferð fullorðinna er æskileg
 • Þekking og reynsla af gagnreyndum sálfræðimeðferðum s.s. hugrænni atferlismeðferð (HAM, ACT, MBCT, CFT, CPT, DAM)
 • Þekking og reynsla af endurhæfingu er æskileg
 • Reynsla af hópmeðferð og námskeiðahaldi
 • Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og samstarfi
 • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra auk stofnanasamnings Sálfræðingafélags Íslands og Reykjalundar endurhæfingu ehf. Boðið er upp á handleiðslu eftir þörfum.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Reykjalundar við ráðningar á stofnuninni.

Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023.

Upplýsingar um starfið veita Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur -ingah[hjá]reykjalundur.is  - sími 585 2131 og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri - gudbjorg[hjá]reykjalundur.is – sími 585 2143.

Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur  mannauðsstjóra Reykjalundar - gudbjorg[hjá]reykjalundur.is


Sækja um starf hér


Sjúkraliði

Við leitum að sjúkraliða í 80 – 100% starf á hjúkrunardeild okkar. Deildin er 14 rúma legudeild og unnið er á þrískiptum vöktum. Alla jafna er unnið þriðju hverju helgi.

Starfið er laust og því æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri teymisvinnu þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug.

Hæfnis- og menntunarkröfur:

 • Leyfi frá embætti landlæknis til að starfa sem sjúkraliði er skilyrði.
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
 • Skipulagshæfileikar.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og SFV (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu) auk stofnanasamnings Sjúkraliðafélags Íslands og SFV.

Upplýsingar um starfið veita Helga Pálmadóttir hjúkrunarstjóri í síma 585-2105 netfang; helgap[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143, netfang; gudbjorg[hjá]reykjalundur.is 

Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023.

Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur mannauðsstjóra Reykjalundar – gudbjorg[hjá]reykjalundur.is