Laus störf

Iðjuþjálfun

Laus er til umsóknar tímabundin staða sviðsstjóra í iðjuþjálfun á hjartasviði í eitt ár. Sviðsstjóri ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd iðjuþjálfunar á sviðinu í samráði við forstöðuiðjuþjálfa.

Hæfnikröfur: Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenndum af Heimssamtökum iðjuþjálfa (WFOT) og með íslenskt starfsleyfi og löggildingu. Æskilegt er að sviðstjóri hafi að lágmarki 2 ára starfsreynslu, góða skipulagshæfileika og færni í samskiptum.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Iðjuþjálfafélags Íslands og Reykjalundar.

Nánari upplýsingar veitir Bára Sigurðardóttir forstöðuiðjuþjálfi í síma 585-2153 baras[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 15.aprí.2018

 

Sækja um starf hér