Laus störf

Iðjuþjálfi - afleysingarstaða

Um er að ræða verkefnastjórastöðu og er starfshlutfall samkomulag. Staðan er laus nú þegar.

Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri  teymisvinnu þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Krafist er frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum, skipulagshæfileika og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum.

Hæfnikröfur: Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenndum af Heimssamtökum iðjuþjálfa (WFOT) og með íslenskt starfsleyfi og löggildingu.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Iðjuþjálfafélags Íslands og Reykjalundar.

Upplýsingar um starfið veita Bára Sigurðardóttir forstöðuiðjuþjálfi í síma 585-2153/585-2048, netfang;  baras[hjá]reykjalundur.is  og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143, netfang; gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 27. janúar 2019.


Sækja um starf hér

 

Hjúkrunarfræðingur á offitusviði

Laus er til umsóknar 60% staða hjúkrunarfræðings á offitusviði. Staðan er laus nú þegar.

Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi og þarf viðkomandi að búa yfir ríkri hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðis í starfi. Viðkomandi þarf einnig að vera töluglöggur og tölvulæs.

Á offitusviði er unnið að endurhæfingu einstaklinga með alvarlega offitu. Unnið er í þverfaglegu teymi fagfólks, þar sem góð samvinna, fagmennska og þekking er höfð að leiðarljósi. Lögð er áhersla á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn.

Laun byggja á kjarasamningi  Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga  og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar.


Upplýsingar um starfið veita Olga Björk Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri offitusviðs í síma 585-2059, netfang; olgabjork[hjá]reykjalundur.is  og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143, netfang;  gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 27. janúar 2019.


Sækja um starf hér

 

Aðstoð við umönnun

Laus er til umsóknar 60-80% staða við umönnun á Hlein.

Hlein er heimili sjö fatlaðra einstaklinga sem rekið er af Reykjalundi. Þar er unnið á þrískiptum vöktum.

Við leitum að einstakling með notalega nærveru og ríka þjónustulund. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Eflingar og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Eflingar og Reykjalundar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dís Níelsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 585-2091 eða í gegnum netfangi dis[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143 eða í gegnum netfangið gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2019


Sækja um starf hér