Laus störf

Framkvæmdastjóri endurhæfingarsvið

Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð SÍBS.

Um er að ræða 100% stöðu sem veitist frá 1. september 2019.

Framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs heyrir undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn. Hann ber ábyrgð á starfsemi sviðsins og meðferðarteyma sem því tilheyra, skipuleggur og samhæfir faglegt meðferðarstarf, mönnun teyma og tryggir framgang markmiða, stefnu og sýn Reykjalundar.

 Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda
  • Menntun á sviði stjórnunar og rekstrar
  • Þekking á rekstri heilbrigðisstofnana
  • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
  • Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla
  • Þekking og reynsla af mannauðsmálum
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Umsókn skal fylgja staðfestar upplýsingar um nám, fyrri störf og reynslu af stjórnunarstörfum.

Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí 2019.

Upplýsingar um starfið veita Birgir Gunnarsson forstjóri, birgir[hjá]reykjalundur.is, sími 585-2140 og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsókn skal skilað til Birgis Gunnarssonar forstjóra Reykjalundar, birgir[hjá]reykjalundur.is

Sjúkraliði

Við leitum að sjúkraliða í 80-100% starfshlutfall á hjúkrunardeild okkar. Unnið er á þrískiptum vöktum og þriðju og fjórðu hvoru helgi er unnið á 12 tíma vöktum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið starf sem fyrst.

Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri  teymisvinnu þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Krafist er frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum, skipulagshæfileika og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjalundar.

Upplýsingar um störfin veita Ingibjörg Óskarsdóttir hjúkrunarstjóri í síma 585-2150/585-2151, netfang; ingibjorgo[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, netfang; gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Umsóknarfrestur er til 7. júlí 2019.

Sækja um starf hér

Talmeinafræðingur

Laus er til umsóknar staða talmeinafræðings og er starfshlutfall samkomulagsatriði.

Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri  teymisvinnu. Óskað er eftir einstaklingum með færni í samskiptum og sveigjanleika, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Fræðagarðs og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Fræðagarðs og Reykjalundar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Hanna Halldórsdóttir yfirtalmeinafræðingur, thorunnh[hjá]reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri gudbjorg[hjá]reykjalundur.is 

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2019

Sækja um starf hér