Áföll og offita

Tengsl áfalla og offitu   
Ábyrgðarmaður: Hildur Thors yfirlæknir offitusviðs

Markmið: Vaxandi áhugi hefur verið á Íslandi sl. ár að kanna tengsl áfalla í æsku og síðar á ævinni við ýmsa líkamlega sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og fleiri. Vitað er að aukin tíðni er á þessum sjúkdómum hjá þeim sem eru með offitu en tengsl offitu og áfalla hafa minna verið skoðuð. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl áfalla í æsku og þróunar offitu síðar á ævinni. Í vinnu okkar með skjólstæðinga með offitu á Reykjalundi virðist tíðni áfalla vera mjög há.

Þátttakendur og framkvæmd: Þátttakendur verða einstaklingar sem eru í meðferð hjá offituteymi Reykjalundar. Í meðferðinni er reynt að skoða alla þætti varðandi venjur og heilsu, bæði andlega og líkamlega. Fyrirhugað er að leggja LEC-5 spurningalista um áföll ásamt lífsgæðakvarða "Mat á lífsgæðum" fyrir einstaklinga sem koma til meðferðar yfir eitt ár hjá offituteymi Reykjalundar, það eru u.þ.b. 150 einstaklingar.

Vísindalegt gildi: Ef þetta samband sýnir sig vera mjög sterkt þá ítrekar það mikilvægi þess að hjálpa einstaklingum við að takast á við áföll og reyna þannig að koma í veg fyrir að offituvandi með fylgisjúkdómum verði afleiðing áfalls sem ekki hefur verið unnið nógu vel úr.