Áföll og heilsufarslegur vandi

Áföll og heilsufarslegur vandi
Ábyrgðarmaður: Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur

Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna tengsl milli erfiðra upplifana og áfalla í æsku og heilsufarslegra vandamála meðal fólks sem kemur til endurhæfingar á Reykjalundi. Einnig verður skoðað hvort slík tengsl milli áfalla og erfiðrar reynslu í æsku og heilsufarsvandamála síðar á ævinni séu sterkari á ákveðnum sviðum endurhæfingar en öðrum og hvort munur sé eftir aldri eða kyni þátttakenda.

Upphaf rannsóknar: 2021