Talmeinafræði

Talmeinafræðingar vinna í þverfaglegri endurhæfingu á Reykjalundi. Þeir eru heilbrigðistétt með löggildingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Haustið 2010 var sett af stað námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða tveggja ára meistaranám en áður en hægt er að hefja nám þarf að ljúka ákveðnum forkröfum innan íslensku og sálfræði sem samsvara tveimur önnum.

Í talþjálfun koma sjúklingar af flestum sviðum Reykjalundar en þó langflestir af taugasviði. Sjúklingum er vísað í talþjálfun af ýmsum orsökum m.a. vegna máltruflana í kjölfar taugasjúkdóma eða áunnins heilaskaða eftir sjúkdóma eða slys.

Ástæður þess að sjúklingi er vísað í talþjálfun geta verið margvíslegar:

  • málstol og aðrar máltruflanir í kjölfar áunnins heilaskaða eftir sjúkdóma eða slys
  • raddmein
  • þvoglumæli
  • lestrarerfiðleika
  • kyngingarörðugleikar
  • önnur vandamál sem snerta tjáskipti

Talmeinafræðingur greinir vanda sjúklings og veitir meðferð þegar það á við, ýmist í einstaklingstímum eða hóptímum. Viðtöl og ráðgjöf til aðstandenda er oft mikilvægur þáttur meðferðarinnar.

Talmeinafræðingar taka virkan þátt í starfi taugateymis og eru til ráðgjafar fyrir öll önnur teymi eftir þörfum. Þeir taka auk þess þátt í rannsóknar- og þróunarverkefnum og sinna starfsþjálfun nema í talmeinafræði. Leitast er við að byggja þjálfunina á gagnreyndum aðferðum og þeirri þekkingu sem liggur fyrir á hverjum tíma.

Við upphaf meðferðar hjá talmeinafræðingi greinir hann vanda sjúklingsins með því að leggja fyrir greiningatæki, skrá ítarlega sögu hans og svara spurningalista. spurningalista eftir því sem við á. Í samvinnu við skjólstæðing eru sett meðferðarmarkmið.

Dæmi um þjálfun sem talmeinafræðingar sinna eru:

  • Mat á rödd, tali og málgetu
  • Mat og ráðgjöf varðandi kyngingarerfiðleika
  • Ráðgjöf varðandi tjáskiptahæfni svo að færnin verði sem best
  • Ráðgjöf um tal- og málmein til aðstandenda og um tjáskiptaleiðir

Fyrsti talmeinafræðingurinn tók til starfa á Reykjalundi árið 1980 og hafa talmeinafræðingar starfað hér samfleytt á síðan þá á.