Stoðþjónusta

Margvísleg stoðþjónusta þarf að vera til staðar til að endurhæfingin á Reykjalundi geti gengið eins og vel smurð vél.

Einn af þeim grunnþáttum er til að mynda ræstingin en við ræstingu á Reykjalundi starfa 9 starfsmenn. Þeir sjá um að ræsta með einum eða öðrum hætti hátt í 9000 fermetra á degi hverjum. Frá upphafi hefur ræsting á húsnæði stofnunarinnar verið unnin af starfsmönnum hennar, ræstingin var á árum áður ein af þeim einingum þar sem sjúklingar fengu starfsþjálfun fyrir útskrift.