Stoðþjónusta

Margvísleg stoðþjónusta þarf að vera til staðar til að endurhæfingin á Reykjalundi geti gengið eins og vel smurð vél.

Göngudeild
Á Reykjalundi er göngudeildarmóttaka sem er sameiginleg fyrir öll meðferðarsvið stofnunarinnar. Þar fara fram greiningarviðtöl og ráðgjöf í aðdraganda innskriftar, meðferð og endurkomur.

Heilbrigðisgagnafræði
Heilbrigðisgagnafræðingar eru samstarfsmenn lækna stofnunarinnar og annast sjúklingabókhald, varðveislu og skráningu í sjúkraskýrslur allra sjúklinga sem að stofnuninni koma.

Heilsurækt
Á Reykjalundi er rekin heilsurækt sem er opin öllum fullorðnum. Algengt er að skjólstæðingar sem hafa verið til meðferðar á Reykjalundi nýti sér heilsuræktina þegar meðferð lýkur.

Hjarta- og lungnarannsókn
Ýmis konar álagspróf, öndunarmælingar og svefnskimanir eru megin viðfangsefni hjarta- og lungnarannsóknarstofunnar. Að auki sinnir stofan ýmsum öðrum mælingum svo sem sólarhringsblóðþrýstingsmælingum, hjartaholter rannsóknum og hjartaómunum.

Mötuneyti
Í mötuneyti Reykjalundar er leitast við að hafa matinn heilnæman og ferskan. Matseðilinn samanstendur af fjölbreyttum fisk-, kjöt- og grænmetisréttum, ásamt salatbar, ávöxtum og samlokum.