Meðferðarteymi

AðalinngangurÞverfagleg endurhæfing í meðferðarteymi byggir á góðum samskiptum og samvinnu bæði á milli fagfólks, en einnig milli fagfólks og skjólstæðinga þeirra. Slík nálgun skilar betri árangri þegar kemur að flóknum heilsufarsvanda.

Endurhæfing á Reykjalundi en einstaklingsmiðuð fyrir hvern sjúkling og er markmiðið að auka færni, virkni og þátttöku sjúklings í lífi og starfi og bæta lífsgæði hans. Virk þátttaka skjólstæðinga í meðferð sinni er einn mikilvægasti þátturinn í þverfaglegri teymisvinnu.

Í meðferðinni fær hver sjúklingur ákveðinn umsjónarlækni, hjúkrunarfræðing, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa sem hann hittir reglulega í meðferðinni. Metin er þörf fyrir aðkomu annarra fagstétta (t.d. sálfræðings, talmeinafræðings, næringarráðgjafa eða félagsráðgjafa) þar sem vandi hvers og eins getur verið fjölþættur. Teymin leggja mat á árangur meðferðar, fara yfir framvindu og meðferðarmarkmið með sjúklingi. Einnig eru fjölskyldufundir haldnir eftir þörfum.

Á Reykjalundi eru starfandi 8 meðferðarteymi sem hafa sérhæft sig í þjónustu ákveðinna sjúklingahópa.