Hagnýtar upplýsingar

Gistihús
Sími
  • Skiptiborð: 585-2000
  • Vaktsími hjúkrunarfræðings eftir lokun skiptiborðs: 864-4882
  • Hjúkrunarstjórar teyma og læknaritarar svara fyrirspurnum vegna beiðna. Símatímar sjást á síðum teymanna.

Opnunartímar
  • Húsið 7:30-16:30 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga til 15:30. Lokað um helgar.
  • Aðalinngangur 7:20-19:00 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga til 15:30
  • Dyrasími er við aðalinngang. 

Móttaka er staðsett í Norðurstofu við aðalinngang.

Í móttökunni er sinnt allri almennri upplýsingagjöf ásamt bókunum og afgreiðslu fyrir göngudeild. Einnig er þar selt ýmislegt efni sem stuðst er við í meðferðinni á Reykjalundi.

Afgreiðslutími
Mánudaga – föstudaga  08:00 – 15:00


Til sölu
Matarmiðar fyrir gesti (máltíðin)1.164 kr.
Þvottamiði (einn þvottur)1.000 kr.
Miði í happdrætti SÍBS (mánaðargjald)1.800 kr.
Allar vörur úr vefverslun 

 

Matsalur er á fyrstu hæð. Á sumrin er hægt að setjast við borð úti.

Í matsalnum er framreiddur matur fyrir sjúklinga, gesti og starfsfólk. Hægt er að kaupa matarmiða í móttöku.

Matartími   Virka daga
Morgunverður 07:30 - 09:00
Hádegisverður 11:30 - 13:00
Síðdegiskaffi 14:20 - 15:45 (mán - fim)
Kvöldverður 17:30 - 18:30 (mán - fim)

Fyrstu 10 mínútur af hverjum matar- og kaffitíma eru ætlaðar þeim sem þurfa aðstoð í matsal. Þeir sem ekki þurfa á slíkri hjálp að halda eru beðnir um að taka tillit til þessa og sýna biðlund.

Fyrirkomulag í framreiðslu matar um helgar í Miðgarði og fyrir sjúklinga í gistingu:

  • Mötuneytið á Reykjalundi verður opið um helgar og á almennum frídögum fyrir sjúklinga Miðgarðs og sjúklinga í gistingu frá kl. 12:00 – 13:00.
  • Aðalinngangur og gamli aðalinngangur verða opnir frá kl. 11:45 – 12:45 um helgar og á almennum frídögum fyrir sjúklinga Miðgarðs og sjúklinga í gistingu.
  • Hádegismatur er einungis borinn fram í matsal um helgar og á almennum frídögum þegar starfsemi er í Miðgarði.
  • Sjúklingar sem eru í gistingu á Reykjalundi um helgar og á almennum frídögum koma í hádegismat í mötuneyti Reykjalundar um helgar á milli 12 og 13, en fá morgunhressingu og kvöldhressingu í tösku til að hafa með sér í sitt gistipláss um helgar.

Sjálfsalar
Hægt er að kaupa kaffi, te og aðra drykki í sjálfsölum.

Setustofur

Víða á Reykjalundi eru setustofur þar sem hægt er að láta fara vel um sig.

Sjónvarp

Tvær sjónvarpssetustofur eru fyrir framan matsal.

Kyrrðarstofa

Mjög falleg kyrrðarstofa er inn af innskriftarmiðstöðinni í Norðurstofu og er fyrir alla sem vilja eiga stund með sjálfum sér.

Netaðgengi

Þráðlaust gestanet næst víða í byggingum Reykjalundar, þó ekki í gistirými í húsum úti á lóð. Auk þess hafa sjúklingar aðgang að tveimur tölvum sem eru í nálægð við móttöku.

Billjard- og fótboltaborð

Billjardborð er staðsett á brú fyrir framan sundlaug og er til afnota til 21:30 mánudaga til fimmtudaga og til 16:30 föstudaga. Fótboltaborð er í tengigangi á fyrstu hæð og er til afnota til 16:30 mánudaga til fimmtudaga og til 15:30 föstudaga.

Pianó

Tvö píanó eru til á Reykjalundi, annað er staðsett í setustofu fyrir framan matsal og er til frjálsra afnota. Hitt er staðsett í samkomusal og er til afnota þegar salurinn er opinn og ekki í annarri notkun.

Göngu- og hjólaleiðir

Í kringum Reykjalund eru fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir sem nýta má til útivistar og hreyfingar. Á vef Mosfellsbæjar eru m.a. gagnlegar upplýsingar um ýmsar göngu- og hjólaleiðir og einnig göngukort sem hægt er að prenta út.

Notkun farsíma

Notkun farsíma er óheimil meðan á þjálfun/meðferð stendur.

Sölumennska

Öll utanaðkomandi sölumennska er bönnuð á Reykjalundi.

Tóbak

Öll notkun tóbaks og rafsígaretta er bönnuð í húsum eða á lóð Reykjalundar

Áfengi og vímuefni

Öll notkun áfengis og vímuefna er bönnuð í húsum eða á lóð Reykjalundar.