Lækningar

Læknisfræði er fræðigrein um gerð mannslíkamans og sjúkdóma og lækningu þeirra. Um lækna og læknisstarfið gilda lög um heilbrigðisstarfsmenn. Rétt til að stunda lækningar á Íslandi og kalla sig lækni hefur sá sem fengið hefur tilskilin leyfi frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra setur nánari ákvæði í um réttindi og skyldur lækna.

Læknar Reykjalundar bera ábyrgð á læknisfræðilegri endurhæfingu sjúklings meðan hann er í meðferð á stofnuninni.

Læknir sem starfar við endurhæfingu:

  • sjúkdómsgreinir og metur færni, virkni og þátttöku sjúklings í lífi og starfi
  • setur upp endurhæfingaráætlun og vísar í úrræði sem í boði eru í samfélaginu
  • metur árangur í endurhæfingu
  • miðlar upplýsingum bæði til sjúklings og aðstandenda hans svo og til samstarfsfólkss

Allt frá upphafi starfsemi Reykjalundar eða frá árinu 1945 hefur starfað þar læknir.

Grein frá Stefáni Yngvasyni framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi
Nýjar áskoranir á tímum COVID-19

Læknablaðið