Næringarráðgjöf

Næringarfræðin er heilbrigðisvísindagrein sem byggir á raunvísindum, líf- og heilbrigðisvísindum og veitir innsýn í félagsvísindi, markaðsfræði og upplýsingatækni.

Næringarfræðin fjallar um líffræði og lífeðlisfræði mannsins. Um næringarefnin og hlutverk þeirra, næringarþörf heilbrigðra og sjúkra. Fræðigreinin fjallar um næringarþörf á öllum æviskeiðum. Næringarfræði fjallar einnig um hollustu eða óhollustu fæðutegunda og fæðutengdra efna og hvernig aðstæður, erfðir og einstaklingurinn sjálfur hefur áhrif á sitt næringarástand og heilsu.

Næringarfræðingar starfa klínískt innan heilbrigðisstofnana og veita skjólstæðingum næringarráðgjöf m.a. til endurhæfingar og einnig starfa næringarfræðingar innan matvælageirans, í fræðasamfélaginu og sjálfsstætt.

Næringarfræðingar Reykjalundar bera faglega ábyrgð, stuðla að faglegri þróun og gæðaþróun í manneldismálum Reykjalundar. Næringarfræðingarnir vinna náið með öðrum starfsmönnum og teymum Reykjalundar, bera ábyrgð á og hafa umsjón með næringarráðgjöf fyrir skjólstæðinga.

Veitt er einstaklingsbundin næringarráðgjöf. Einnig er mikið framboð af næringartengdri fræðslu fyrir dvalargesti Reykjalundar.

Næringarráðgjafar starfa í öllum átta teymum endurhæfingar Reykjalundar og eru mötuneyti Reykjalundar til ráðgjafar og stuðnings.

Fyrsti næringarfræðingurinn var fastráðinn í 50% stöðu á Reykjalund í janúar 2007 sem var svo aukið í 100% starf árið 2010. Í dag eru starfandi 3 næringarfræðingar á Reykjalundi í tveimur stöðum.


Næring

Embætti landlæknis

Nám í næringarfræði

NLFÍ