Miðgarður
Miðgarður er 14 rúma hjúkrunardeild sem er opin allan sólarhringinn.
Miðgarður er fyrir einstaklinga sem þurfa meiri þjónustu, en er í boði á dagdeildum, til að geta nýtt sér endurhæfingarúrræði á Reykjalundi.
Á Miðgarði vinnur þverfaglegt teymi sem samanstendur af lækni, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, sálfræðingi, næringarráðgjafa, talmeinafræðingi og ritara.
Inn á Miðgarð leggjast einstaklingar frá Landspítala og frá öðrum teymum á Reykjalundi eftir endurhæfingarmat.
Lengd dvalar í endurhæfingu á Miðgarði er misjafn en alla jafnan ekki lengri en 4- 6 vikur.
Sem hluti af endurhæfingu þá eru einstaklingar sem liggja inn á Miðgarði hvattir til að fara út af stofnuninni um helgar og á frídögum í styttri eða lengri tíma.
Gert er ráð fyrir að þeir sem leggjast inn á Miðgarð útskrifist heim eða í önnur fyrirfram ákveðin meðferðarúrræði eftir endurhæfingu.
Heimsóknir eru leyfðar á Miðgarð.
- Heimsóknartíminn á virkum dögum frá kl 16:00-21:00
- Heimsóknartíminn um helgar frá 13:00-21:00.
- Miðað er við að tveir gestir megi koma í einu og eru börn velkomin.
- Gestir eru beðnir um að bíða með heimsóknir ef þeir eru með einhver flensulík einkenni.
Á Miðgarði eru 12 einbýli og 1 tvíbýli. Á deildinni er lítil setustofa þar sem hægt er að horfa á sjónvarp, púsla og fleira. Ekki eru sjónvörp inn á öllum herbergjum.