Efnaskipta- og offituteymi

Bátur

Frá byrjun árs 2001 hefur teymið verið starfrækt á Reykjalundi. Helsta verkefni þess er meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar. Um er að ræða hefðbundna dagdeildarmeðferð þar sem unnið er við að aðstoða einstaklinga við að bæta og skipuleggja lífshætti sína og fæðuvenjur.

Markmiðið er að bæta heilsu og lífsgæði, léttast, auka virkni líkamanns og vellíðan sem og að viðhalda og ná betri heilsu. Teymið miðar einnig að því að undirbúa fólk með alvarlega offitu fyrir efnaskiptaskurðaðgerðir svo sem magahjáveitu- og magaermi aðgerðir.

Meðferðin felst í atferlismeðferð sem meðal annars felur í sér fræðslu og kennslu um næringu, hreyfingu og önnur efni tengd offitu. Líkamleg þjálfun spilar stóran sess í meðferðinni. Einnig er unnið með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs.

Offitumeðferð teymisins er í stöðugri þróun í takt við samfélagið og þarfir hverju sinni, nýjustu rannsóknir og klíniskar leiðbeiningar. Teymið er með öfluga göngudeildarmeðferð fyrir skjólstæðinga sína bæði fyrir og eftir dagdeildarmeðferðina og er skipulögð eftirfylgd í boði í a.m.k. 4 mánuði eftir meðferðina.

Skilyrði fyrir offitumeðferð á Reykjalundi
 • Tilvísun frá lækni
 • Aldur 18-65 ára
 • Offitusjúkdóm líkamsþyngdarstuðull/BMI  >35 auk fylgikvilla eða LÞS/BMI > 40
 • Reykleysi
 • Áfengis- og fíkniefnasjúklingar séu óvirkir
 • Að viðkomandi geti nýtt sér meðferðina
Starfsfólk
 • Félagsráðgjafi
 • Heilsuþjálfari
 • Hjúkrunarfræðingar
 • Iðjuþjálfi
 • Læknir
 • Næringarfræðingur
 • Sálfræðingur
 • Sjúkraþjálfari
 • Ritari 
Símatími offituteymis er á miðvikudögum
frá kl.13:00 til kl.14:00
Í umsjá hjúkrunarfræðinga teymisins
sími: 585-2000
Næring

Kennslumyndbönd, styrk- og teygjuæfingar

Finndu þína hreyfingu

RÚV frétt, 15. október 2014
Ekki kúr heldur varanleg lífsstílsbreyting

RÚV frétt, 14. október 2014
Andlegur ávinningur jafnt sem líkamlegur

Stöð 2 frétt, 21. nóvember 2012
Ísland í dag - Gerður Pálsdóttir

SÍBS myndband
"Offita barna"