Stjórnun og skipulag

Skjald Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og vinnur samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Stjórnskipulagið byggir í megin atriðum á hlutverki Reykjalundar sem er; að veita alhliða endurhæfingarþjónustu til að bæta færni, virkni og þátttöku skjólstæðinga í daglegu lífi, að taka virkan þátt í kennslu fagfólks um endurhæfingu samkvæmt samningum við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, og að hafa frumkvæði að og stunda rannsóknir og fræðslu um endurhæfingu.