Hollvinasamtök

VERUM ÖLL HOLLVINIR REYKJALUNDAR

Reykjalundur er ein mikilvægasta endurhæfingarstofnun landsins og órjúfanlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustu. Á Reykjalundi njóta árlega á annað þúsund manns, af öllu landinu, endurhæfingar. Langflestir eiga afturkvæmt út á vinnumarkaðinn.

Hollvinasamtök Reykjalundar eru mikilvægur bakhjarl í þágu endurhæfingar á Reykjalundi. Í samtökunum er fjöldi einstaklinga sem greiðir hóflegt árgjald í þágu starfseminnar.

Með því að gerast Hollvinur Reykjalundar leggur þú þitt af mörkum til að fleiri komist fyrr út í lífið á ný.

Ég undirritaður/undirrituð skrái mig hér með í Hollvinasamtök Reykjalundar og samþykki greiðslu á 6.000 kr. félagsgjaldi sem innheimt verður árlega. 

Þeir sem vilja styrkja samtökin með frjálsum framlögun án þess að gerast félagar geta lagt inn á reikning 0114-05-061229, kennitalan er 601213-1760.

Stjórn Hollvinasamtaka Reykjalundar
  • Júlíus Þór Jónsson formaður
  • Sigurður Z. Sigurðsson
  • Örn Kjærnested
  • Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
  • Halla M. Hallgrímsdóttir
  • Magnús Már Leifsson, varamaður
  • Ásgeir Ásgeirsson varamaður

Lög Hollvinasamtaka Reykjalundar (pdf)

Fréttabréf 1. árgangur 2. tölublað desember 2016 (pdf)
Fréttabréf 1. árgangur 1. tölublað nóvember 2014 (pdf)

Ársreikningar