Gisting

Algengar spurningar

Er möguleiki á að gista á Reykjalundi ef ég kem í meðferð á dagdeild?
Já, ef aðstæður eru þannig, til dæmis vegna búsetu eða aðstæðna heima við.

Er hægt að panta einbýli?
Nei.

Þarf að greiða fyrir gistingu á Reykjalundi?
Skv. reglugerð um dvöl á sjúkrahóteli nr. 429/2019 þurfa sjúklingar sem kjósa að vera í gistingu á Reykjalundi í endurhæfingarmeðferð sinni að greiða gistináttagjald skv. gjaldskrá göngudeildar. Greiða þarf fyrir skráðar gistinætur.

Gert er ráð fyrir að gistigjaldið sé staðgreitt í móttöku Reykjalundar í lok endurhæfingarmeðferðar á Reykjalundi. Einnig verður hægt að greiða með svokölluðum léttgreiðslum sem eru jafnar mánaðarlegar og vaxtalausar afborganir í allt að 6 mánuði, til þess að notfæra sér léttgreiðslur þarf sjúklingur að hafa kreditkort.

Greiðslur gistigjalds telja ekki inn í greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Afsláttarréttindi sjúklinga hafa því engin áhrif á upphæð gistigjaldsins.

Get ég verið á Reykjalundi um helgar?
Flestir fara af staðnum um helgar. Ef aðstæður eru þannig þá er hægt að fá gistingu í samráði við starfsfólk á viðkomandi hjúkrunardeild. Þetta á þó ekki alltaf við, t.d. yfir sumarlokun.

Er sérstakur heimsóknatími?
Nei, það er ekki sérstakur heimsóknatími, en mælst er til að gestir komi í heimsókn eftir að meðferð lýkur klukkan 16 á daginn.

Er hægt að skreppa frá í útréttingar ef þörf krefur?
Mælt er með því að sjúklingar fari í útréttingar eftir að dagskrá lýkur klukkan 16 á daginn.

Er aðstaða til að þvo einkafatnað?
Nei, það er ekki aðgengi að þvottavélum á Reykjalundi.