Almennt um meðferðina

Beiðni um meðferð

Læknir þarf að senda beiðni um endurhæfingu á Reykjalundi. Beiðnir um meðferð er að finna í Sögu sjúkraskrá undir flipanum Eyðublöð með heitinu Reykjalundur meðferðarbeiðni. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að Sögu, er skjal hér fyrir neðan.

Meðferðarbeiðni (docx)

Algengar spurningar

Hvenær er komið að mér í endurhæfingu?
Best er að hringja á símatíma í hjúkrunarstjóra. Símatímar sjást á síðum teymanna.

Hvað er meðferðin löng?
Lengd meðferðar er breytileg eftir meðferðarsviðum. Því er best að leita upplýsinga á viðkomandi meðferðarsviði.

Þarf að greiða fyrir meðferð á Reykjalundi?
Sjúklingar sem fá meðferð á dagdeild eða sólarhringsdeild þurfa ekki að greiða fyrir meðferðina, en sjúklingar á göngudeild greiða fyrir hverja komu.

Er hægt að fá ferðakostnað endurgreiddan?
Hægt er að sækja um endurgreiðslu á ferðakostnaði til Sjúkratrygginga Íslands.

Hvar á ég að fara inn þegar ég kem á göngudeild eða til innskriftar?
Móttakan er við aðalinngang.

Hvenær byrjar dagskráin á morgnana?
Dagskráin hefst klukkan 8 á morgnana. Hver sjúklingur fær sína stundaskrá.