Almennt um meðferðina

Beiðni um meðferð

Læknir þarf að senda beiðni um endurhæfingu á Reykjalundi. Beiðnir um meðferð er að finna í Sögu sjúkraskrá undir flipanum Eyðublöð með heitinu Reykjalundur meðferðarbeiðni.

Algengar spurningar

Hvenær er komið að mér í endurhæfingu?
Best er að hringja á símatíma í hjúkrunarstjóra. Símatímar sjást á síðum teymanna.

Hvað er meðferðin löng?
Lengd meðferðar er breytileg eftir meðferðarsviðum. Því er best að leita upplýsinga á viðkomandi meðferðarsviði.

Þarf að greiða fyrir meðferð á Reykjalundi?
Sjúklingar sem fá meðferð á dagdeild eða sólarhringsdeild þurfa ekki að greiða fyrir meðferðina, en sjúklingar á göngudeild greiða fyrir hverja komu.

Er hægt að fá ferðakostnað endurgreiddan?
Hægt er að sækja um endurgreiðslu á ferðakostnaði til Sjúkratrygginga Íslands.

Hvar á ég að fara inn þegar ég kem á göngudeild eða til innskriftar?
Móttakan er við aðalinngang.

Hvenær byrjar dagskráin á morgnana?
Dagskráin hefst klukkan 8 á morgnana. Hver sjúklingur fær sína stundaskrá.