Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Reykjalundur endurhæfingar ehf. 2023-2026 (pdf)

Jafnrétti er liður í starfsmannastefnu Reykjalundar og er áhersla lögð á að allir starfsmenn séu metnir að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, skoðana eða annarra þátta. Jafnréttisáætlunin gildir fyrir allt starfsfólk Reykjalundar endurhæfingar ehf.

Jafnréttisáætlunin er sett fram samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna nr. 150/2020, og annarra laga og krafna er snúa að jafnrétti.

Markmið

Reykjalundur endurhæfing ehf leggur áherslu á jafnan rétt kynjanna til launa, stöðuveitinga, starfa og þátttöku í nefndum og störfum með allra starfsstétta Reykjalundar. Starfsfólk Reykjalundar skal enn fremur njóta sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna óháð kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum eða öðrum þáttum. Reykjalundur vinnur að undirbúningi undir jafnlaunavottun og stefnir að því að öðlast hana í byrjun árs 2024 skv. 7. gr. laga nr. 150/2020. Ár hvert verður unnið að viðhaldsvottun og þriðja hvert ár endurvottun.