Mötuneyti

Í endurhæfingu á Reykjalundi er lögð áhersla á grunnþætti heilbrigðra lífshátta. Þar skiptir heilsusamlegt mataræði gríðarlega miklu máli. Samkvæmt skýrslu WHO „Global Burden of Disease“, voru „glötuð góð æviár“ Íslendinga tæp 68 þúsund talsins á árinu 2010, þar af var mataræðið stærsti þátturinn og olli tæplega 8000 „glötuðum góðum æviárum“.

Í mötuneyti Reykjalundar er leitast við að hafa matinn heilnæman og ferskan. Matseðilinn samanstendur af fjölbreyttum fisk-, kjöt- og grænmetisréttum, ásamt salatbar, ávöxtum og samlokum. Eldað er á heilsusamlegan máta og stuðst er við almennar ráðleggingar Landlæknis. Notalegt og nærandi umhverfi matsalarins leggur grunn að góðum árangri í meðferðinni á Reykjalundi. Eldhúsið er GÁMES vottað.

Matseðill

Í mötuneytinu starfar matreiðslumeistari ásamt aðstoðarfólki, saman framreiða þau um 52.800 heitar máltíðir yfir árið fyrir sjúklinga, starfsfólk og gesti, ásamt því að sjá um veitingar á ýmsum fundum og viðburðum á vegum Reykjalundar.

Ráðleggingar um matarræði (Landlæknir)

Greinar í SÍBS blaðinu: