Hjarta- og lungnarannsókn
Álagspróf, öndunarmælingar og svefnskimanir eru megin viðfangsefni hjarta- og lungnarannsóknarstofunnar.
Álagspróf
Álagspróf eru gerð til að meta þrek og líkamlegt ástand hjarta- og lungnasjúklinga fyrir og eftir endurhæfingu, en auk þess er þeim oft beitt til sjúkdómsgreiningar. Próf þessi eru mismunandi að gerð, allt frá einföldum sex mínútna gönguprófum eða einföldu álagsprófi á hjóli til viðamikilla og flókinna prófa þar sem öndunarloft í hvíld og við áreynslu er mælt og efnagreint og teknar blóðprufur úr slagæð. Í hverju tilviki er metið hvers konar álagspróf hentar best. Fyllsta öryggis er gætt en auk starfsfólks rannsóknarstofu er læknir ávallt viðstaddur álagspróf.
Öndunarmælingar
Með öndunarmælingum er hægt að greina teppusjúkdóm í lungum og meta stig sjúkdómsins. Þá fást einnig upplýsingar um gang sjúkdómsins með samanburði við eldri mælingar. Ýmsa sjúkdóma sem valda herpu, það er skertu lungnarúmmáli, má einnig greina og meta með öndunarmælingum.
Svefnskimanir
Með svefnskimun er hægt að greina kæfisvefn og aðrar truflanir á öndun í svefni.
Sólarhringsblóðþrýstingsmæling
Rannsóknarstofan býður upp á sólarhringsblóðþrýstingsmælingu. Markmið þeirrar rannsóknar er að fylgjast með blóðþrýstingi með reglulegum mælingum í einn sólarhring.
Ofangreindar rannsóknir eru eingöngu gerðar samkvæmt beiðni frá lækni.
Undirbúningur fyrir mælingar og próf
Þolpróf (pdf)
Sex mínúna göngupróf (pdf)
Öndunarmæling (pdf)