Hagnýtar upplýsingar

Móttaka er staðsett í Norðurstofu við aðalinngang.

Í móttökunni fer fram almenn upplýsingagjöf, ásamt bókunum og afgreiðslu fyrir göngudeild. Þar er einnig hægt að kaupa fræðsluefni sem stuðst er við í endurhæfingu á Reykjalundi.

Afgreiðslutími
Mánudaga – föstudaga  08:00 – 15:00


Til sölu
Matarmiðar fyrir gesti (máltíðin) 2.106 kr.
Miði í happdrætti SÍBS (mánaðargjald) 1.800 kr.
Allar vörur úr vefverslun  

Sími
  • Skiptiborð: 585-2000
  • Vaktsími hjúkrunarfræðings eftir lokun skiptiborðs: 864-4882
  • Hjúkrunarstjórar teyma og læknaritarar svara fyrirspurnum vegna beiðna. Símatímar sjást á síðum teymanna.

Hvenær er opið
  • Starfsemi dagdeilda er á virkum dögum frá 8-16
  • Ein legudeild veitir þjónustu allan sólarhringinn
  • Aðalinngangur er opinn kl. 7:20-19:00 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga kl. 7:20-15:30. Lokað um helgar
  • Dyrasími er við aðalinngang, fyrir þá sem þurfa að koma inn þegar aðalinngangur er lokaður (stundum þarf að hinkra andartak, en starfsfólk sólarhringsdeildarinn svarar dyrasímanum eins fljótt og auðið er)

Leiðarvísir
  • Reykjalundur er í Mosfellsbæ, austan við þjóðveg 1, Vesturlandsveg.
  • Á þessu korti má sjá leiðina að Reykjalundi.
  • Strætó leið 15 er vagninn sem fer frá Reykjavík að Reykjalundi í Mosfellsbæ.