08.12.2021

Úttekt Embætti landlæknis á Hlein

Embætti landlæknis birtir í dag skýrslu eftir úttekt sína á sambýlinu Hlein. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007 ber embætti landlæknis að fylgjast með gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að umbótum. Að frumkvæði embættis landlæknis var gerð úttekt á sambýlinu Hlein sem Reykjalundur rekur. Úttektin fór fram nú í nóvember. Hún tók sér í lagi til mönnunar en einnig til atriða er varða stefnumörkun, stjórnun, gæði og öryggi þjónustunnar sem og umbótastarf.

Almennt er starfsfólk Hleinar að standa sig mjög vel en embættið lýsir því þó yfir að styrkja mætti fagmönnun meira. Stjórnendur Reykjalundar og Hleinar eiga nú í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um aukna fjármögnun starfseminnar til að bæta úr því.

Meðfylgjandi er skýrslan frá Embætti landlæknis:
Hlein Reykjalundi - úttekt embættis landlæknis (pdf)

Til baka