19.02.2021

Stjórnvöld skoða tillögur um að gera Reykjalund að miðstöð greiningar og ráðgjafar vegna Covid

Fyrir nokkru voru í föstudagsmolum hér á síðu Reykjalundar kynntar hugmyndir um að gera Reykjalund að miðstöð greiningar og ráðgjafar við eftirköstum Covid. Ákveðið var að pistillinn yrði að grein fyrir Morgunblaðið sem birtist þann 17. febrúar s.l.

Í framhaldinu hefur boltinn farið að rúlla og Morgunblaðið fylgt málinu eftir með tveimur fréttum og munu fulltrúar Reykjalundar funda með Sjúkratryggingum um málið á næstunni.

Hér eru tenglar á greinina og fréttir um málið.

Greinin

Frétt Morgunblaðsins með viðtali við ráðherra

Sjúklingum vísað í allar áttir (mbl.is)

Til baka