06.06.2016

Málstofa um sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga

Á dögunum var haldin í Norræna húsinu, málstofa um sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga. Til málstofunnar var boðað af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, Fagráði lungnahjúkrunarfræðinga á Landspítala og MND félaginu og var tilgangur hennar að hvetja til umræðu í samfélaginu um þarfir sjúklinga sem eru háðir tæknibúnaði til að anda. Jónína Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri Reykjalundar er formaður Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga innan Fíh. Hún skrifaði grein um málstofuna sem birtist í Morgunblaðinu þann 26. maí 2016 og má lesa hér.

Til baka