Þekktu þitt magamál

Svengdarvitundarnámskeið byggt á hugrænni atferlismeðferð

Námskeiðið byggir á meðferðarnálguninni þjálfun svengdarvitundar (Appetite awareness training) sem byggir á hugrænni atferlismeðferð. Þessi nálgun er aðgengileg lausn við nánast hvaða matarvanda sem er hvort sem það er ofát, átröskun eða ef fólk vill almennt verða sáttari við matarvenjur sínar.

Meðferðin stendur til boða fyrir skjólstæðinga á öllum sviðum Reykjalundar.

  • Námskeið er einu sinni í viku í fimm vikur (5 skipti), fimmtudaga kl. 14:00-15:30
  • Hefst: 22. febrúar og 16. maí

Sálfræðingur teymisins veitir nánari upplýsingar og sér um skráningu.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti (fyrir utan matinn) sem hafa áhrif á matarvenjur; hvernig við borðum og af hverju. Kennt er að taka eftir hugsunum og tilfinningum tengt áti, hlusta á líkamann, meta hvort um sé að ræða raunverulega svengd eða „tilfinningalega svengd“ og fara eftir eðlilegum merkjum líkamans um svengd og seddutilfinningu.

Þessi nálgun hefur verið notuð í átröskunarteymi LSH og fyrir börn og unglinga í Heilsuskóla LSH með góðum árangri undanfarin ár.

Bókin sem námskeiðið byggir á kostar kr. 5.115,-.

Þeir einstaklingar sem útskrifast áður en meðferð er lokið eiga þess kost að ljúka meðferð á göngudeild án endurgjalds.

Námskeiðið  er einnig hægt að taka allt á göngudeild og kostar 19.355 kr. sem greiðist við upphaf námskeiðs. Afsláttur til öryrkja er 45%. Námsgögn  eru innifalin í námskeiðsgjaldi.

Námskeiðið „Þekktu þitt magamál“ hefur verið í boði fyrir skjólstæðinga efnaskipta- og offitusviðs frá ársbyrjun 2012.

Námskeiðið var tekið saman af Helmu Rut Einarsdóttur, yfirsálfræðingi efnaskipta- og offitusviðs Reykjalundar og byggir á bókinni Þekktu þitt magamál eftir bandaríska sálfræðinginn Lindu Craighead.

Rannsóknir, bæði erlendar og innlendar sýna góðan árangur þessarar meðferðarnálgunar við meðferð átraskana sem og að taka upp heilbrigðari matarvenjur.