Svefnskólinn

Svefnskólinn er fjögurra vikna námskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar vegna svefnleysis. Námskeiðið er fyrir þá sem glíma við svefnleysi og/eða þá sem skora 15 eða hærra á Svefnleysiskvarðanum. Svefnskólinn fer fram á miðvikudögum kl.15-16 í Mosfelli. Þátttakendur geta komið hvenær sem er inn í rúlluna og hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á að skrá fólk í námskeiðið.

Svefnskólinn samanstendur af fjórum fræðsluerindum:

Almenn fræðsla um svefn.
Farið verður yfir kenningu um þróun svefnskorts og tveggja þátta líkanið um svefnstjórnun.

 • 9. ágúst
 • 6. september
 • 4. október
 • 1. nóvember
 • 29. nóvember

Áhersla á að rúmið er einungis fyrir svefn og farið yfir áreitisstjórnun.

 • 16. ágúst
 • 13. september
 • 11. október
 • 8. nóvember
 • 6. desember

Farið yfir heilbrigðar svefnvenjur með áherslu á dægursveifluna.

 • 23. ágúst
 • 20. september
 • 18. október
 • 15. nóvember
 • 13. desember

Farið yfir vítahring svefnleysis og hjálplegar hugsanir/hegðun.

 • 30. ágúst
 • 27. september
 • 25. október
 • 22. nóvember
 • 20. desember