Liðverndarfræðsla
Markmið liðverndarfræðslu er að kenna líkamsbeitingu sem stuðlar að verndun liðamóta sem eru viðkvæm vegna gigtar. Liðvernd getur jafnframt verið fyrirbyggjandi og komið í veg fyrir skemmdir á liðum.
Gott er að hafa þessa þætti í huga til að draga úr álagi á liði
- Dreifðu álaginu á fleiri liði – notaðu báðar hendur við að bera hluti
- Notaðu stóru liðina frekar en þá litlu - Stórir liðir eins og úlnliður og olnbogar eru sterkari en litlu fingurliðirnir
- Ýttu hlutum í stað þess að lyfta og bera þá
- Skiptu oft um vinnuaðferðir og vinnustöður
- Berðu virðingu fyrir sársauka
- Hvíldu þig oft
Dæmi um æskilega líkamsbeitingu
![]() Rangt: Forðist að nota litlu fingurliðina og beygja úlnliðinn við burð. | ![]() Rétt: Notið allan lófann við burð og hafið úlnliði beina. Notið jafnvel hjólaborð. |
![]() Rangt: Þetta er álag á litlu fingurliðina og úlnlið. | ![]() Rétt: Settu borðtuskuna utan um kranann og snúðu upp á hana. Hafðu úlnliði beina. |
![]() Rangt: Úlnliðurinn beygist niður undan þunga könnunnar. | ![]() Rétt: Hafið úlnlið beinan og styðjið við könnuna með hinni hendinni. |