Núvitundardagar

Upprifjun fyrir alla þá sem hafa farið á núvitundarnámskeið

Núvitundardagur er hugsaður sem upprifjun og stuðningur fyrir þá sem hafa farið á núvitundarnámskeið. Farið er yfir nokkrar núvitundaræfingar í þögn með fræðslu inn á milli og ávaxtahléi. Eftir umræður er farið í göngu með vakandi athygli um nágrenni Reykjalundar. Þeir sem vilja geta keypt sér hádegismat í mötuneyti Reykjalundar.

  • Samkomusalnum við hliðina á iðjuþjálfun (inngangur 3), föstudagar kl. 9:00-12:00

    09:00-11:00 Núvitundaræfingar í þögn
    11:00-11:30 Umræður
    11:30-12:00 Útiganga með vakandi athygli

  • Næstu núvitundardagar verða 9. febrúar, 12. apríl og 14. júní