16.05.2024

Fræðsla um persónuverndarmál á heilbrigðisstofnunum.

Í gær fór fram áhugaverð fræðsla fyrir starfsfólk Reykjalundar.

Þá hélt Heiða Vignisdóttir persónuverndarfulltrúi Reykjalundar og lögfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu fræðsluerindi um persónuverndarmál á heilbrigðisstofnunum.

Þar er sannarlega að mörgu að hyggja og margt að varast eins og fram kom í erindi Heiðu. 

Við þökkum Heiðu kærlega fyrir erindið en hún er hér til hægri á myndinni. Með henni er Berglind, gæðastjóri Reykjalundar.


Fyrir þá sem vilja kynna sér málin betur bendum við á fræðsluefni á heimasíðu Persónuverndar:

 

https://www.personuvernd.is/fyrirtaeki-og-stjornsysla/fraedsluefni/

Til baka