07.05.2024

Æsispennandi hjólaþrautakeppni!

Í hádeginu í gær brá starfsfólk Reykjalundar á leik en þá fór fram æsispennandi hjólaþrautakeppni. Í tilefni af verkefninu „Hjólað í vinnuna“ sem hefst síðar í vikunni var hitað upp þar sem þrjú lið öttu kappi á þríhjóli í sannkallaðri þrautabraut með boðhlaupsformi. Fyrir utan að hjóla keppnisbrautina og leysa þar ýmsar þrautir á sem skemmstum tíma, þurftu liðin að vera í mislitum sokkum, allir keppendur þurftu að vera með sundgleraugu og gefin voru stig fyrir búninga, besta stuðningslagið, lukkudýr, fjörugustu stuðningssveitina og ýmislegt fleira.
Hjalti íþróttafræðingur og félagar héldu utan um dómgæslu og að allt færi fram samkvæmt settum reglum og má sannarlega segja að allir hafi skemmt sér glimrandi vel eins og myndir á facebook síðu Reykjalundar sýna.

 

Til baka