26.04.2024

Föstudagsmolar forstjóra 26. apríl 2024 - Gestahöfundur er Ásdís Kristjánsdóttir forstöðusjúkraþjálfari.

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,


Gleðilegt sumar!
Ég vil byrja á að óska öllum gleðilegs sumars og þakka kærlega fyrir ánægjuleg og árangursrík samskipti og samtarf á liðnum vetri. Það er sannarlega ánægjulegt að sjá hversu veðrið leikur við okkur þessa dagana og ekki oft sem ég man eftir að sumardagurinn fyrsti standi sannarlega undir nafni eins og var í gær. Ég vona að sem flest ykkar hafi getað notið dagsins og þetta góða veður slái tóninn fyrir sumarið sem framundan er, bæði í leik og starfi.
Gestahöfundur föstudagsmola í dag er Ásdís Kristjánsdóttir forstöðusjúkraþjálfari sem segir okkur frá æfingamyndböndum sem tengjast okkur hér á Reykjalundi og eiga svo sannaralega vel við í upphafi sumarsins.


Góða helgi!


Bestu kveðjur,
Pétur


Föstudagsmolar 26. apríl 2024 – Æfingamyndbönd. 


Góðan dag,


Það er mér sönn ánægja að segja frá þörfu verkefni sem hefur verið unnið á sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar undarfarin misseri.
Verkefni sem nýtist sjúklingum okkar vel sem eru í meðferðarsambandi við Reykjalund.  Bæði á biðtíma eftir endurhæfingu, í endurhæfingunni sjálfri og svo eftir útskrift þegar heim er komið.
Allir orðnir spenntir, hvaða verkefni er verið að ræða um?
Mikið rétt, verkefnið sem um ræðir eru æfingamyndbönd og eru á heimasíðu Reykjalundar reykjalundur.is/ undir dálkinum:  
Æfingar/líkamsþjálfun reykjalundur.is/fraedsla/myndbond/aefingar-likamsthjalfun/
Þar fyrirfinnast tólf æfingamyndbönd frá sjúkraþjálfunardeildinni sem ég bið lesendur að kynna sér vel og endilega prófa að æfa eftir.  Þetta er öllum opið og óhætt að æfa eftir fleiri en einu myndbandi hverju sinni.


Myndböndin eru:
Morgunliðkun
Háls- og herðaæfingar
Jafnvægis- og færniæfingar
Öndunaræfingar
Handaæfingar með lóð
Styrktaræfingar fyrir fætur
Teygjur fyrir neðri útlimi
Bakæfingar
Teygjuæfingar fyrir efri útlimi
Fysio flow upphitun
Fysio flow æfingar 1 og 2


Í fylgju föstudagspóstsins í dag er einmitt morgunliðkunar myndbandið.  Njótið vel.


Ásdís Kristjánsdóttir
Forstöðusjúkraþjálfari

 

Til baka