13.03.2024

Júlíus nýr formaður Hollvina. Haukur og Bryndís útnefnd heiðursvinir.

Um síðustu helgi fór fram aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar. Fundurinn heppnaðist mjög vel og var góður hugur í fundarmönnum. Tilgangur Hollvinasamtaka Reykjalundar er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar í samráði við yfirstjórn Reykjalundar. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með fjáröflun og fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum, kynningarstarfsemi á opinberum vettvangi og ýmsum öðrum stuðningi við starfsemi Reykjalundar.
Júlíus Þór Jónsson var kjörinn nýr formaður en fráfarandi formaður, Bryndís Haraldsdóttir gaf ekki kost á sér áfram. Haukur Fossberg Leósson var útnefndur heiðursvinur á fundinum ásamt Bryndís en þau tvö hafa gegnt formennsku í Hollvinasamtökunum fá stofnun samtakanna fyrir 11 árum.
Í stjórn Hollvinasamtakanna voru kjörin: Júlíus Þór Jónsson formaður, Sigurður Z. Sigurðsson, Halla M. Hallgrímsdóttir, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir og Örn Kjærnested. Til vara eru Magnús Már Leifsson og Ásgeir Ásgeirsson, til vara.
Reykjalundur sendir nýrri stjórn bestu kveðjur og þakkar Bryndís og öðrum úr fráfarandi stjórn fyrir samstarfið og hlýjug til Reykjalundar.

Á myndinni eru frá vinstri: Júlíus, Haukur og Bryndís.

Til baka