26.02.2024

Annar í konudegi – góugyðjudagurinn á Reykjalundi.

Í dag er annar dagur hins forna mánaðar góu en mánuðurinn hefst jafnan á sunnudegi sem kallaður en konudagur. Á sunnudögum er starfsemi á Reykjalundi í lágmarki þannig að í hádeginu í dag héldum við upp á annan í konudegi, sem við höfum ákveðið að kalla góugyðjudaginn, með því að bjóða upp öllum konum í starfsmannhópi Reykjaundar upp á óvæntan glaðning – blómvönd frá nágrönnum okkar í Dalsgarði og sérmerktan góugyðjudrykk. Það var Grímhildur Hlöðversdóttir starfsmaður á Hlein sem fékk afhenta fyrstu gjöfina.
Reykjalundur óskar konum landsins til hamingju með konudaginn í gær og góugyðjudaginn í dag.

Til baka