15.02.2024

Upp er runninn öskudagur!

Þessi vika hefur boðið upp á bolludag, sprengidag og öskudag. Við hér á Reykjalundi erum bara ágætlega dugleg að halda í íslenskar hefðir og tókum alla þessa daga með stæl. Starfsfólk og gestir Reykjalundar sporðrenndu til dæmis tæplega 300 rjómabollum á bolludaginn og á sprengidaginn voru elduð um 60 kíló af saltkjöt og 90 lítrar af kjötsúpu sem hurfu ofan í mannskapinn. Öskudagurinn er svo ætíð fjörugur en að öllum öðrum ólöstuðum er deild iðjuþjálfunar í algerum sérflokki en þemað þar í ár var hin eina sanna Barbie.

Til baka