20.12.2023

Fræðslugrein um svefnvanda og hjúkrunarmeðferð.

Ný fræðslugrein eftir Aðalbjörgu Albertsdóttur hjúkrunarfræðing BS, MS um svefnvanda og hjúkrunarmeðferð var að birtast í Tímariti hjúkrunarfræðinga, 3. tbl.2023, 90. árgangi.
Í greininni kemur fram að svefnvandi er algengur hjá fólki sem þarfnast endurhæfingar og yfir 70% sjúklinga sem innskrifuðust á Reykjalund árið 2022 tjáðu svefnvanda (Berglind Gunnarsdóttir, gæðastjóri á Reykjalundi, munnleg heimild, 5. október 2023).
Eitt af hlutverkum hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu er að skima fyrir svefnvanda og hafa heildarsýn yfir vandann. Ef svefnvandi reynist vera til staðar þarf að hefja hjúkrunarmeðferð og vísa á aðra fagaðila í hinu þverfaglega teymi eftir þörfum.
https://hjukrun.cdn.prismic.io/.../e0df06b3-11c0-4c71...

Til baka