14.12.2023

Kjötkrókur og Skyrgámur fóru á kostum á jólaballinu.

Á mánudaginn fór fram jólaball Reykjalundar þar sem starfsfólki, börnum og barnabörnum var boðið upp á hefðbundið jólaball í samkomusalnum. Eins og búist var við, var mikið fjör enda fullt út úr dyrum af fjörkálfum á öllum aldri. Ekki dró úr fjörinu þegar Kjötkrókur og Skyrgámur komu í heimsókn. Þeir sungu, dönsuðu og sögðu sögur auk þess sem að margir urðu vitni að því að skyrið hans Skyrgáms fór ekki allt beint ofan í maga (reyndar langt því frá).

Til baka