12.12.2023

Vegleg fartölvugjöf til Reykjalundar.

Reykjalundur tók nýlega á móti veglegri fartölvugjöf en um er að ræða 12 fartölvur ásamt helstu fylgihlutum eins og lyklaborðum og skjám. Andvirðið hefur safnast í sérstöku átaki á vegum SÍBS sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Fartölvurnar nýtast víðsvegar hjá ýmsum hópum starfsfólks Reykjalundar í mikilvægu meðferðarstarfi fyrir sjúklinga okkar, ekki síst í þeim húsnæðishrakningum sem nú herja á okkur hér á Reykjalundi.
Reykjalundur þakkar kærlega fyrir veglegan stuðning og sendir velunnurum hlýjar kveðjur.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar fartölvurnar voru afhentar.

Til baka