07.12.2023

Jólin eru komin á Reykjalundi – myndasyrpa.

Í gær bauð Reykjalundur starfsfólki, sjúklingum, skjólstæðingum og góðum gestum í jólamat í hádeginu. Það var glatt á hjalla og mikið fjölmenni enda gómsætt gúmmelaði sem borið fram af snillingunum í eldhúsinu okkar. Árni Heiðar Karlsson, organisti Lágafellskirkju, lék hugljúf jólalög á flygilinn framan við matsalinn. Starfsmannafélagið hafði hvatt alla til að mæta í jólapeysum eða jólafötum og voru mjög margir, bæði úr hópi sjúklinga sem tóku þeirri áskorun. Sannarlega mikil jólastemning sem sveif yfir vötnum. Venju samkvæmt birtum við ekki myndir af sjúklingum en nokkrir starfmenn (þó ekki nærri því allir) náðust á mynd ef einhver vill njóta með okkur.
Hjartans þakkir til allra í eldhúsinu fyrir matinn og allra hinna fyrir að taka þátt og skapa þessa skemmtilegu stund með okkur.

Til baka