01.11.2023

20. vísindadagur Reykjalundar

Fimmtudaginn 9. nóvember verður 20. vísindadagur Reykjalundar í Samkomusalnum. 

Dagskráin hefst kl. 12.30 á því að formaður vísindaráðs Reykjalundar, Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur, setur daginn. Í kjölfarið verða svo 8 stutt erindi sem fara um gjörvallar lendur endurhæfingarinnar og rannsóknir henni tengdar. Stutt kaffihlé verður kl. 13:45 og svo léttar veitingar með tilheyrandi spjalli og skemmtilegheitum í lokin.

Dagskrá dagsins og ágrip erindanna má finna hér á heimasíðu Reykjalundar https://www.reykjalundur.is/visindi-og-kennsla/visindadagur/

Þeir sem ætla að koma á vísindadaginn (alla dagskránna eða bara hluta) eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér https://forms.office.com/e/SrzwsYNMxN?origin=lprLink

Til baka