05.10.2023

Góð gjöf til Reykjalundar.

Reykjalundi barst á dögunum góð gjöf frá skjólstæðingi í lungnateymi Reykjalundar sem vill ekki láta nafn síns getið. Gjöfin eru tvær öflugar gólfviftur sem nýtast til loftkælingar í úthaldsþjálfun skjólstæðinga á lungna- og hjartasviði Reykjalundar. Myndin var einmitt tekin í einum slíkum úthaldsþjálfunartíma þar sem vifturnar komu að góðu gagni. Skjólstæðingar og starfsmenn á myndinni veittu góðfúslegt leyfi til myndatöku og birtingar á samfélagsmiðlum Reykjalundar.
Við þökkum gefandanum kærlega fyrir hlýhug í garð Reykjalundar.

Til baka