03.10.2023

Ráðstefnan hjúkrun 2023.

Ráðstefnan Hjúkrun 2023 var haldin 28. og 29. september  á Hilton Reykjavik Nordica. Ráðstefnan er á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ráðstefnuna sóttu um 450 hjúkrunarfræðingar alls staðar af landinu. Voru hjúkrunarfræðingar frá Reykjalundi meðal þátttakenda á ráðstefnunni.

Á ráðstefnunni gafst hjúkrunarfræðingum tækifæri að kynnast nýsköpun í hjúkrunarþjónustu. Það er mikill kraftur í fræðasamfélagi hjúkrunar á Íslandi og hjúkrunarfræðingar brenna fyrir því að kynnast öllu því nýjasta í hjúkrunarfræði til að efla sína fagþekkingu. Heiðurs fyrirlesari var Anna Stefánsdóttir. Árið 2021 var Anna sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ísland. Anna er jafnframt formaður stjórnar Reykjalundar endurhæfingar ehf.  Frú Eliza Reid forsetafrú og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ávörpuðu ráðstefnugesti.

Aðalfyrirlesarar voru Peter Griffiths er prófessor í heilbrigðisvísindum við University of Southampton og leiðandi rannsakandi hjá National Institute for Health Research á Englandi. Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir er prófessor í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun við stjórnmálafræðideild Háskóla Ísland og Sigrún Huld Þorgrímsdóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun. Alls voru yfir 80 erindi  og málstofur á ráðstefnunni sem var vel skipulögð og sú stærsta frá upphafi.
Þess má einnig geta að þann 29. september voru 50 ár síðan kennsla við námsbraut í  hjúkrunarfærði hófst við Háskóla Íslands.

Til baka