26.09.2023

Undirbúningur og eftirfylgni mikilvæg við efnaskiptaaðgerðir – Hildur í viðtölum.

Árlega fara um þúsund Íslendingar í efnaskiptaaðgerðir á borð við magaermi og hjáveituaðgerð. Undanfarið hafa fjölmiðlar fjallað mikið um þessi mál enda undirbúningur og eftirfylgni mikilvæg til að árangur verði sem bestur og hægt sé að takast á við ýmsar aukaverkanir sem geta komið fram.
Hildur Thors, læknir í efnaskipta- og offituteymi Reykjalundar, hefur verið í viðtölum vegna þessa. Hér er tengill á áhugavertviðtal við hana: https://www.ruv.is/.../2023-09-18-undirbuningi-og...

Í sjónvarpsfréttum RUV 18. september síðast liðinn var fjallað um veikindi konu eftir magaermisaðgerð og í framhaldi var viðtal við Hildi. Viðtalið má finna hér: https://www.ruv.is/.../spila/frettir-kl-19-00/30762/a0gut5

Mynd: ruv.is

Til baka