20.09.2023

Rannsóknarverkefni á Reykjalundi hlýtur styrk frá Virk

Rannsóknarverkefnið „Hagkvæmnirannsókn á innleiðingu ReDO®-16 á Íslandi“ hlaut nýverið styrk frá Virk endurhæfingarsjóði. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjalundar, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Oslo Metropolitan University (Noregur), Halmstad University (Svíþjóð) og Háskólans í Lundi (Svíþjóð).

Fjórir iðjuþjálfar á Reykjalundi, sem hafa hlotið þjálfun í ReDO® íhlutuninni og hafa leyfi til að beita henni, munu þeir veita meðferðina sem er til rannsóknar.  Ábyrðarmaður er Hildur Thors læknir á Reykjalundi.
Þátttakendur í rannsókninni eru fullorðnir einstaklingar sem hefur verið vísað til endurhæfingar á Reykjalund vegna ýmissa sjúkdóma. Þeir þurfa að hafa vilja til að breyta sinni rútínu til að ná betra jafnvægi í daglegu lífi og væntingar um að meðferðin geti haft jákvæð áhrif á líf þeirra. Veitt er fræðsla og verkfæri til breytinga í daglegu lífi og skoðað hvernig nýjar leiðir í lífinu geti gefið betri raun. Íhlutunin fer fram í 6-8 manna hópum og nær yfir 16 vikna tímabil. Þátttakendur hittast tvisvar í viku fyrstu tíu vikurnar. Fyrst gerir hver eigin athafnagreiningu, kennt um bjargráð og hindranir. Síðan að móta áætlanir og fylgja eftir markmiðum til breytinga. Í lokin er starfsnám/vinnuprófun þar sem þátttakendur hittast 3-4 sinnum og gefst tækifæri til að aðlaga áætlanir á vinnustað, skóla eða við aðra virkni.
Vísindalegt gildi rannsóknar felst í að kanna hvort ReDO® geti verið íhlutun sem virkar í íslensku samfélagi og þá að gera frekari rannsóknir.
Þegar þetta er skrifað hefur fyrsti hópurinn lokið sinni meðferð og hópur 2 að hefja sína. Hverjum hópi verður fylgt eftir til að meta langtímaárangur í allt að ár eftir að meðferð lýkur.

Á myndinni er rannsóknarhópurinn á Reykjalundi: Marta rannsóknarstjóri, Hildur læknir og iðjuþjálfarnir Erica, Herdís, Karen og Sigríður.

Til baka