20.09.2023

Jónína er orðin Dr. Jónína!

Á mánudaginn var merkisdagur en þá varði Jónína Sigurgeirsdóttir hjúkrunarstjóri lungnateymis Reykjalundar doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Doktorsritgerðin nefnist Sjálfstjórnun í langvinnri lungnateppu (LLT): Reynsla sjúklinga, fjölskyldna og meðferðarlækna.
Andmælendur í athöfninni voru Dr. Kirsten Elisabeth Lomborg, prófessor við Steno Diabetes Center í Kaupmannahöfn og Dr. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.
Það var Dr. Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, sem stjórnaði stjórnar athöfninni sem fer fór í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Umsjónarkennari Jónínu var Gunnar Guðmundsson, prófessor og leiðbeinandi var Sigríður Halldórsdóttir, prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Eyþór Hreinn Björnsson, lungnalæknir og Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent.
Þetta tókst allt mjög vel hjá Jónínu sem flutti mál sitt glæsilega og varðist fimlega spurningum andmælenda.
Við hér á Reykjalundi eru ákaflega stolt af Dr. Jónínu og óskum henni hjartanlega til hamingju með áfangann!

Til baka