13.09.2023

Vel heppnaður Stefnumótunardagur Reykjalundar - Myndasyrpa!

Síðsta föstudag lagði starfsfólk Reykjalundar hefðbundna vinnu til hliðar og lagðist í stefnmótun. Þar var rætt um spurningar eins og hvert á hlutverk Reykjalundar að vera, hver er framtíðarsýnin og hverjar eiga áherslur okkar að vera næstu árin. Unnið var í vinnuhópum þar sem reynt var að blanda fólki vel saman eftir ólíkum starfseiningum og meðferðarteymum. Þátttakan var mjög góð og sköpuðust líflegar umræður í hópnum og margar góðar hugmyndir um framtíð Reykjalundar litu dagsins ljós.
Dagurinn fór fram undir stjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur hjá Strategíu.
Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og minnum á kynningarfund með niðurstöðum í lok október.

Til baka