23.08.2023

Mæðgurnar slógu í gegn.

Það var heldur betur líf og fjör hér á Reykjalundi í hádeginu í dag þegar mæðgurnar, Aðalheiður Kristín og Jónína Auður buðu starfsfólki og sjúklingum upp á stórskemmtilega tónleika við matsal Reykjalundar. Þeir mæðgur spiluðu á þverflautu og víólu og á efnisskránni voru íslensk sönglög í samblandi við klassískar perlur. Að tónleikum loknum var þeim klappað lof í lófa og við hér á Reykjalundi kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Ómetanlegt hvað Reykjalundur á marga velunnara.

Til baka