06.07.2023

Gul viðvörun og sumargrill.

Í dag er gul viðvörun en hér á himni hefur sést eitthvað gult, hlýtt og hringlaga. Einhverjir vilja meina að þetta fyrirbæri hafi sést áður og flett því upp í annálum frá fyrri tíð 🙂
Í tilefni blíðunnar sem loksins er komin, var sumargrill í hádeginu í dag hér á Reykjalundi þar sem boðið var upp á hamborgara og pylsur. Við smelltum af nokkrum myndum af starfsfólki en eðli málsins samkvæmt birtum við ekki persónugreinanlegar myndir af sjúklingum og öðrum gestum.
Við sendum þakklætiskveðjur til Gunnars, Jónasar og annars starfsfólks í eldhúsinu fyrir framtakið og fínan mat 🙂

Til baka