04.07.2023

Stofnfundur Hollvinasamtaka Hleinar – þriðjudaginn11. júlí kl 16:30.

Hlein er hjúkrunarsambýli sem staðsett er hér í Mosfellsbæ, rétt við Reykjalund. Hlein er heimili fyrir einstaklinga sem hafa flóknar þjónustuþarfir, bæði andlega og líkamlega. Íbúar Hleinar hafa allir hlotið varanlegan skaða af völdum sjúkdóma eða slysa sem leitt hefur til verulegrar skerðingar á hæfni þeirra til að sinna daglegum þörfum. Um sjö íbúa er að ræða sem eru háðir aðstoð allan sólarhringinn.
Hlein er starfrækt í miklu samstarfi við Reykjalund og var byggt á árunum 1990-1992, að stórum hluta fyrir söfnunarfé sem Lions-hreyfingin aflaði með sölu á Rauðu fjöðrinni.
Nú hefur verið ákveðið að stofna Hollvinasamtök Hleinar og fer stofnfundur fram á Hlein þriðjudaginn 11. júlí kl 16:30. Tilgangur félagsins verður að styðja við bakið á starfseminni á Hlein í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk Hleinar og Reykjalundar. Meðal annars verður það gert með viðburðahaldi fyrir íbúa og gjöfum.
Allir eru velkomnir á stofnfundinn og öllum er velkomið að gerast félagar í Hollvinasamtökum Hleinar.
Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Hollvinasamtök Hleinar er bent á að hafa samband við Anný Láru Emilsdóttur framkvæmdastjóra Hleinar í gegnum netfangið annylara@reykjalundur.is eða í síma 585 2092 á dagvinnutíma.
Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum þegar starfsfólk frá Össur kíkti í heimsókn á Hlein og gerði góðverk með við að fegra, hreinsa og snyrta lóðina. Að sjálfsögðu var öllum boðið í grillveislu á eftir.

Til baka