30.06.2023

Föstudagsmolar forstjóra 30. júní 2023 - Frá tiltektardegi Reykjalundar í gær.

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,

Ég ætla að bregða út af vananum og hafa molana í dag minni texta og meiri myndir.
Í gær fór fram tiltektardagur hér á Reykjalundi þar sem við starfsfólk vorum hvött til að gefa okkur tíma til að líta upp úr daglegum störfum og taka aðeins til í nærumhverfinu okkar. Misjafnt var hvaða verkefni urðu fyrir valinu hjá fólk en eins og sjá má á skemmtilegum myndum frá deginum var engu drasli hlíft -  inni við voru það vinnuaðstaðan, kaffistofan, gangar, geymslur og harði diskurinn í tölvunni sem fengu sína tiltekt. Nokkrar hetjur fóru svo út og fegruðu og hreinsuðu umhverfið. Misjafnt var hvenær fólki gafst kostur á tiltektinni en í lok dags slógu snillingarnir í eldhúsinu upp léttri grillveislu í garðinum fyrir utan matsalinn þar sem boðið var upp á pylsur og drykki. Til stóð að tónlistarmaður væri þar að skemmta okkur en hann forfallaðist á síðustu stundu. Þrátt fyrir að sólin hafi alveg gleymt að láta sjá sig heppnaðist þessi tiltektardagur ljómandi vel og vil ég þakka ykkur öllum fyrir flotta þátttöku og vaska framgöngu í tiltektinni.

Meðfylgjandi eru myndir frá deginum okkar í gær – Njótið helgarinnar.

Bestu kveðjur,
Pétur

Til baka