28.06.2023

Hildarstofa - Grein í Tímariti hjúkrunarfræðinga.

Nýlega birtist fræðslugrein eftir Jónínu Sigurgeirsdóttur, hjúkrunarstjóra lungateymis, í Tímariti íslenskra hjúkrunarfræðinga (2. tbl. 2023). Greinin var skrifuð í tilefni af vígslu Hildarstofu hér á Reykjalundi, þann 26. janúar síðastliðinn, sem var afmælisdagur Hildar Einarsdóttur sem Hildarstofa er nefnd eftir. Vígsla Hildarstofu var merkilegur viðburður en þá afhentu aðstandendur Hildar Einarsdóttur heitinnar, sérfræðings í hjúkrun, dagdeild lungnaendurhæfingar Reykjalundar tvö nýuppgerð herbergi með öllum búnaði, sem bæta umtalsvert aðstöðu til að veita hjúkrunarmeðferðina hvíld og slökun. Verkefnið var unnið í samvinnu við Oddfellow-stúkuna Þorfinn Karlsefni.
Grein Jónínu um Hildarstofu má lesa hér: https://hjukrun.cdn.prismic.io/.../f34759be-d796-4834...

Til baka