14.06.2023

Össur gerir góðverk á Hlein!

Á mánudaginn voru góðir gestir í heimsókn á Hlein en um var að ræða starfsfólk frá aðfangasviðum fyrirtækisins Össurar. Að minnsta kosti einu sinni á ári leggur starfsfólk fyrirtækisins daglega vinnu til hliðar og fer út í samfélagið með það að leiðarljósi að láta gott af sér leiða með framtaki í þágu samfélagsins. Við á Hlein vorum svo heppin að vera einn af þeim stöðum sem fáum að njóta þetta árið.  
Vaskur hópur kom og vann eins og stormsveipur við að hreinsa beð, garðinn, órækt milli gagnstéttarhella og fleiri mikilvæg verk sem til að fegra umhverfið og gleðja.
Vinnuþjörkunum var að sjálfsögðu boðið í grillveislu með íbúunum þar sem gómsætum pylsum varð sporðrennt.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á mánudaginn en við þökkum gestinum frá Össuri kærlega fyrir komuna og framtakið
.

Til baka